Fáir mótmæla því í dag að ofbeldi á Íslandi hafi stóraukist undanfarið. Fangelsi landsins eru ekki undanskilin þessari þróun. Samkvæmt Garðari Svanssyni, trúnaðarmanni Fangavarðafélags Íslands, þá er ofbeldi innan fangelsa að aukast. RÚV ræddi við hann.
Garðar segir ofbeldi milli fanga aukast en einnig sé sumt ofbeldi sem beinist gegn fangavörðum. Fangavörðum bíðst þó ekki hnífstunguvesti, vegna fjárskorts. Eðlilega sé nú erfitt að manna vaktir.
„Við sjáum bara aukið ofbeldi í fangelsunum. Þetta er mikill höfuðverkur, mikið álag. Ég get sagt ykkur að álagið er þannig að það útskrifuðust 25 nemendur úr fangavarðaskólanum síðasta vor, það eru fimm af þeim hættir. Þetta er ungt fólk, álagið er of mikið,“ hefur RÚV eftir Garðari.
„Þetta eru hópar sem mega ekki hittast vegna fyrri deilna og þvíumlíkt þannig það kallar á annað vandamál.“