Forsjárhyggjan tók á sig furðulega mynd þegar fréttamaðurinn fyrrverandi og
náttúruverndarsinninn Ómar Ragnarsson lagði til að fjallinu Kirkjufell yrði alfarið lokað
vegna slysa sem þar hafa orðið. Fáir tóku undir með honum, enda einstakt á heimsvísu ef
farin yrði sú leið að skella heilu fjalli í lás. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og
útivistarfrömuður, lýsti sig algjörlega ósammála Ómari. “Ég tel slæma hugmynd að loka fyrir fjallgöngur á Kirkjufell, enda stórkostleg upplifun að ganga á þetta heimsfræga fjall. Þá
mætti alveg eins loka á göngur á Everest, Mont Blanc og Matterhorn, sem eru mun
hættulegri fjöll,” skrifaði Tómas á Facebook og lagði til að auka gæslu og bjóða upp á
fjallaleiðsögn …