Baráttusamtökin Öfgar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna sýknudóms Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu, en hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað barnungri stúlku á yngsta grunnskólastigi. Í yfirlýsingunni fordæma samtökin framgöngu réttarkerfisins í málinu og segja furðulegt að brotaþoli hafi margoft þurft að gefa skýrslu en Kolbeinn aðeins eina. Þá setja samtökin einnig út á að smáatriði sem í raun skipti engu máli séu notuð til draga úr vitnisburði brotaþola.
Hægt er að lesa alla tilkynningu Öfga hér fyrir neðan: