Lögregla var kölluð til þegar óhugnarlegt atvik átti sér stað á veitingastað í miðborginni í gærkvöldi. Tveir menn sátu við borð þegar annar þeirra tók upp stóran hníf og stakk honum í borðið sem hann sat við. Tilkynnandi sagði viðskiptavini hafa orðið skelkaða og yfirgefið staðinn í kjölfarið. Lögregla mætti á vettvang, handtók aðilann og handlagði hnífinn. Í hverfi 108 stakk ökumaður af eftir umferðaróhapp. Lögregla var ekki lengi að finna manninn sem reyndist vera undir áhrifum áfengis. Enginn slasaðist alvarlega en töluvert tjón varð á bifreiðunum.
Síðar um kvöldið í vesturhluta Reykjavíkur var ekið á hjólreiðamann. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort maðurinn hafi slasast alvarlega. Um svipað leyti hafði lögregla afskipti af manni sem reyndist vera með töluvert magn fíkniefna í fórum sínum. Taldi lögregla líklegast að efnin væru ætluð til sölu. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en þegar þangað var komið kom í ljós að maðurinn reyndist einnig dvelja ólöglega á landinu. Þá stöðvaði lögregla ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.