Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Ögmundur segir söguna endurtaka sig: „Ég man eftir ógleðinni sem setti að mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ögmundur Jónasson rifjar upp ógeðfellda frétt sem hann flutti árið 1980 og segir söguna hafa endurtekið sig nýlega.

Fyrrum fréttamaðurinn og ráðherrann Ögmundur Jónasson skrifaði færslu á heimasíðu sinni þar sem hann rifjar upp fremur ógeðfellda frétt sem hann flutti þegar hann var fréttamaður í erlendum fréttum á Sjónvarpinu. Þar birtist fréttaklippa af presti blessa bandarískar sprengjuflaugar sem átti að beina að einhverju ríkinu.

Færslan hefst á eftirfarandi orðum:

„Ég var að fletta gömlum dagblöðum í dag og fann ég þá fyrir hugrenningatengslum.

Hugurinn reikaði aftur til níunda áratugarins, sennilega rétt upp úr 1980 en ég var þá fréttamaður í erlendum fréttum á Sjónvarpinu. Mér hafði borist í hendur fréttafilma frá einhverri alheimsfréttaveitunni sem fréttastofan var í áskrift hjá. Ekki man ég hverjum bandarískir hergagnaframleiðendir voru þá að selja sprengjueldflaugar en á þessari fréttafilmu mátti sjá forráðamenn vopnaframleiðenda ásamt hempuklæddum presti sem þeir höfðu fengið til að blessa drápstólin með þeim orðum að vonandi dygðu þau vel til þeirra verka sem þeim væru ætluð. Ég man eftir ógleðinni sem setti að mér“

Segist Ögmundur hafa hugsað til baka til þessarar fréttar þegar hann blaðaði í Mpgga frá 24. september þar sem Úkraínuforseti áritaði sprengjuodda í Bandaríkjunum. Þá segir Ögmundur að í sama blaði hafi verið frétt um fjöldadráp Ísraela á Líbönum.

- Auglýsing -

„Hugrenningatengslin við þetta myndskeið urðu þegar ég fletti Morgunblaðinu frá 24. september síðastliðnum þegar ég sá Selensky Úkraínuforseta mættan í vopnaverkmiðju í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum að strjúka drápstólin við greinilega velþóknun framleiðenda. Í stað þess að fá prest til að blessa sprengjurnar áritaði forsetinn sprengjuoddana svo vita mætti um hug hans þegar þær næðu á leiðarenda. Ég veit varla hvaða orð á að nota um þetta en mikið er dapurlegt að hugsa til þess að Íslendingar hafi verið í fremstu röð þeirra sem hvatt hafa til áframhaldandi mannfórna.

Ofar á fréttasíðu Morgunblaðsins þennan dag sagði frá því að daginn áður hefðu Ísraelsmenn drepið 274 í loftárás á Líbanon.

Engin samstöðuflögg í Reykjavík þann daginn og engu sendiráði lokað.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -