Fimm ökumenn stöðvaðir ölvaðir, þar af einn einnig sviptur ökuréttindum, í sérstöku umferðareftirliti lögreglumanna í Kópavogi og Hafnarfirði þegar líða fór á morguninn. Þeir eiga yfir höfði sér sekt og sviptingu ökuréttinda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hér koma nokkur dæmi um verkefni dagsins.
Tilkynning barst lögreglunni um mann sem ógnaði fólki með hníf við Geðdeildina. Hafði hann áður verið tilkynntur fyrr um daginn á sama stað en þá hafði hann veist að starfsmanni með höggi og með því að kasta stól í hann. Var hann farinn þegar lögreglu bar að garði í það skipti. Í þetta skiptið hafði hann brotið rúðu við inngagninn en hann var handtekinn en reyndist ekki vera með hníf. Var maðurinn vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni nærri lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem reyndist án ökuréttinda. Honum gert að hætta akstri og á hann yfir höfði sér sekt.
Ungur ökumaður var kærður fyrir að aka ökutæki þannig að það missti veggrip í bifreiðakjallara í Kópavogi. Játaði hinn ungi ökumaður brotið.
Þá var tilkynnt um hnupl í matvöruverslun en lögreglan afgreiddi málið á vettvangi með framburðarskýrslu. Á sama tíma tilkynnti starfsmaður verslunarinnar um annan aðila sem væri að troða inn á sig vörum. Ræddi lögreglan við þjófinn sem í kjölfarið tók vörurnar úr klæðnaði sínum og greiddi fyrir vörurnar.
Aðili af erlendum uppruna var handtekinn eftir að hann gat ekki gert grein fyrir því hver hann væri. Kom þá í ljós hver maðurinn var og reyndist hann eftirlýstur.