Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ógnandi rjúpnaskytta á Egilsstöðum fær ekki haglabyssuna: „Hann miðaði vopninu ekki á höfuð mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Austurlandi hefur lokið yfirheyrslum og komin vel áleiðis í rannsókn á hinum ógnandi rjúpnaskyttum sem ógnuðu ungmennum í nótt. Einn byssumannanna fær haglabyssuna sína ekki til baka.

Um klukkan eitt síðastliðna nótt barst lögreglu tilkynning um að dvalargestum í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir þrjá aðila, rjúpnaskyttur er gistu í bústað í hverfinu og grunur lék á að hlut ættu að máli. Vopn þeirra voru haldlögð á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu hafa skýrslur verið teknar af vitnum sem og þremenningarnir yfirheyrðir. Tveir þeirra fengu vopn sín afhent að yfirheyrslum loknum en einn ekki. Málið er langt komið í rannsókn og verður sent ákærusviði til afgreiðslu að rannsókn lokinni.

Ungmenni, sem voru í sumarhúsi í grennd við Egilsstaði, voru skelfingu lostin í fyrrinótt þegar menn úr næsta bústað ógnuðu þeim að sögn með haglabyssum. Mennirnir með vopnin voru í næsta sumarhúsi en höfðu gert sig heimakomna í bústað unga fólksins. Deila kom upp þegar mennirnir voru sakaðir um að áreita 16 ára stúlku. Voru þeir reknir á dyr. Skömmu síðar birtist einn þeirra með byssu í götunni fyrir utan bústaðinn.

Tveir þeirra sem höfðu rekið hann á dyr mættu manninum sem ógnaði þeim með byssunni. „Hann lyfti vopninu til hálfs en miðaði ekki á höfuð mitt,“ sagði annar ungi maðurinn í samtali við Mannlíf. Honum var mjög brugðið við atvikið en skyttan hvarf inn í bústað sinn. Unga fólkið hringdi á lögregluna vegna atviksins. Annar úr hópi unga fólksins ákvað að fara inn í bústaðinn til byssumannanna, veita mönnunum tiltal, og reyna að ná fram játningu þeirra með því að taka upp samtalið á símann sinn. Mennirnir sáu að að hann var að reyna að taka upp samtalið og ráku hann á dyr, að sögn með ógnunum. Mannlíf ræddi við tvo þeirra sem urðu fyrir ógnunum mannanna. Þeir segja að lögmaður sé kominn í málið og kæra verði lögð fram á menninna.

Lögreglan mætti á vettvang og unga fólkið gaf skýrslu um framvinduna. Lögreglan ræddi við mennina en handtók þá ekki. Móðir eins ungmennanna hefur skriflega krafist skýringa frá lögreglunni á Egilsstöðum vegna meints aðgerðaleysis. Hún hefur enn ekki fengið svar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -