Lögregla var kölluð út í Vesturbæ klukkan hálf sex í gær þegar íbúa brá í brún við heimkomu. Samkvæmt dagbók lögreglu hafði verið brotist inn á heimili og þjófurinn haft á brott með sér hluti. Gerandi er ókunnur en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um rán í verslun í hverfi 108. Engin meiddist og er málið í rannsókn.
Í miðbænum var ökumaður stöðvaður fyrir og hraðan akstur. Þegar lögregla fór að ræða við ökumanninn kom í ljós að hann var undir áhrifu fíkniefna. Maðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Þá stöðvaði lögregla alls þrjá ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum, tvo fyrir of hraðan akstur og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.