Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Óhugnanlegt hvarf Frakka í Vestmanneyjum – „Ég held að hann hafi verið orðinn þunglyndur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Bernard skilaði sér ekki í kvöldmatinn fór vinafólk hans að hafa áhyggjur en hann var þekktur fyrir stundvísi. Þegar lengra leið á kvöldið var farið að svipast um eftir honum en ekkert sást til hans. Dagana á eftir var leitað hans en bar það engan árangur.

Bernard Journet fæddist í Suður Frakklandi þann 9.júní árið 1946. Hann var mikið fyrir ferðalög og þráði að sjá heiminn. Eftir langa reisu kom hann til Íslands og leitaði sér að vinnu í Reykjavík. Þegar enga vinnu var að fá ákvað hann að færa sig til Vestmannaeyja. Þar gisti hann í tjaldi, þar sem nú er fótboltavöllur.

Hann naut lífsins, kynntist fólkinu og skoðaði eyjuna. Þrátt fyrir takmarkaða enskukunnáttu eignaðist Bernard tvo vini sem komu reglulega og heimsóttu hann í tjaldið, honum var boðið að vera heima hjá þessum félögum sínum um jól og áramót. Þegar fór að kólna aðstoðaði fjölskylda vinanna Bernard við að finna herbergi í verbúð, þar dvaldi hann upp frá því.

Hann vann í fiski og naut sín vel, aflaði góðra tekna en eyddi eins litlu og hann komst upp með. Þó fór hann stundum að skemmta sér um helgar. Mestallar tekjur sem hann vann sér inn fóru inn á bankareikning.

Sumarið 1968 sendir Bernard systkinum sínum bréf og lýsir lífinu á Íslandi, dýralífinu og veðurfari. Þetta var það síðasta sem fjölskylda hans heyrði frá honum.

Bernhard var mikill göngumaður mikill en um hádegi þann 12.maí árið 1969 fór hann í göngutúr, eins og hann var gjarn að gera. Hann var væntanlegur í matarboða til vina sinna um sjö leytið. Heimamaður sá Bernhard að gangi í Herjólfsdal. Það var í síðasta sinn sem hann sást.

- Auglýsing -

Þann 18 maí, tæpri viku eftir að Bernard sást, var hafin formleg leit að honum. Leitað var úr lofti, á bátum og fótgangandi en jörðin virtist hafa gleypt hann.

Bankareikningurinn hans var óhreyfður og allt eins og það átti að vera í herbergi hans. Ekkert fannst í víðamikilli leit af Bernard að undanskilinni peysu sem talin er hafa verið í hans eigu.

Í desember árið 1989 sendi saksóknari í Frakklandi beiðni þar sem farið er fram á að Bernard sé formlega skráður horfinn á Íslandi, þess þurfti svo hann gæti verið úrskurðaður látinn í heimalandi sínu og svo að arfur yrði greiddur út.

- Auglýsing -

„Ég held að Bernard hafi verið orðinn þunglyndur undir lokin,“ sagði kona sem þekkti til Bernards í samtali við Pressuna árið 1990. Hún hélt því fram að Bernard hafi beðið hana um að giftast sér en hún hafi neitað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -