Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um bifreið sem stóð í ljósum logum í hverfi 105. Slökkviliðið sá um að slökkva eldinn og var bifreiðin dregin af vettvangi í kjölfarið. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Lögreglu bráust tvær tilkynningar í sama hverfi síðar um kvöldið. Fyrst var lögreglu gert viðvart um innbrot í fyrirtæki og stuttu síðar var ökumaður stöðvaður en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var karlmaður handtekinn í nótt eftir að hann reyndi að brjótast inn í fjölbýlishús. Maðurinn náði að brjóta upp útihurð en lögreglumenn voru fljótir á vettvang og stöðvuðu manninn. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Auk þess sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti í nótt og stöðvuðu einn ökumann í Grafarvogi sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna.