Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Ók drukkinn á gangandi vegfaranda – Réðist á dyravörð í Vesturbæ Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Ökumaðurinn var drukkinn. Vegfarandinn slasaðist lítillega en ekki kemur fram í dagbókinni frekari upplýsingar um meiðsl hans.

Einstaklingur var í til vandræða á veitingastað í miðbænum og var vísað frá. Lögreglan handtók manninn og færði á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Lofaði hann að bæta ráð sitt og var þá sleppt.

Í Vesturbæ Reykjavíkur var aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Annar einstaklingur var svo handtekinn eftir að hann réðist á dyravörð. Var maðurinn í afar annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa.

Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogi og sviptur ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann einnig með stera meðferðis. Annar ökumaður var stöðvaður og reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.

Að lokum segir af manni í hverfi 110 sem skutlað var heim til sín af lögreglu, eftir að hafa verið með vesen fyrir utan fjölbýlishús.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -