Lögregla stöðvaði tvo ökumenn í gærkvöldi. Í báðum bifreiðunum voru börn í óöruggum aðstæðum. Fyrri ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis með börn með sér. Sá seinni var með tvö börn í aftursætinu án öryggibúnaðar, annað barnið var í fangi fullorðins einstaklings.
Síðar um kvöldið barst lögreglu heldur óvanaleg tilkynning. Viðskiptavinur verslunar hafði samband við lögreglu og sakaði starfsmann um líkamsárás. Sagði hann starfsmanninn hafa slegið sig en ekki kemur fram hvernig málið var leyst. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og hafði meðal annars afskipti af ökumanni sem hafði sofnað undir stýri meðan hann beið á rauðu ljósi.