Íbúar Úlfarsárdals eru margir orðnir langþreyttir á ökuföntum sem hindra för annara vegfarenda á svæðinu.
Svo virðist vera að ökumenn bíla sem leggja leið sína í Úlfarsárdal, eitt nýjasta hverfi Reykjavíkur, virðist ekki skilja að umferðarreglur séu þær sömu í því hverfi og öðrum hverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins sem Mannlíf ræddi við eru orðnir langþreyttir að geta ekki labbað óhindrað um hverfið sitt.
Vandamálið virðist helst bundið við eitt ákveðið svæði, hálfgert menningarsvæði ef svo mætti kalla. Þar til húsa eru íþróttahús og íþróttavöllur Fram, Dalslaug og Borgarbókasafnið. Á því svæði virðast ökumenn hafa tekið upp á því upp á því að leggja upp á öllum gangstéttum og grasablettum sem þeir koma auga á, óháð hvort að það séu laus stæði í sjónmáli eða ekki. Erfitt sé fyrir fólk með barnavagna eða fólk í hjólastólum að komast ferða sinna bílanna vegna. Sérstaklega er vandamálið slæmt um helgar. Þá sé algengt að sjá myndir af bílum sem hafa lagt ólöglega póstað í Facebook-hópa á borð við „Verst lagði bíllinn“.
Það fólk sem Mannlíf ræddi við um málið sagðist aldrei hafa séð bíla fá sekt á svæðinu og almennt tekið lítið eftir nærveru lögreglu í hverfinu.