Mánudagur 23. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ökumaður alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Holtavörðuheiði – Fjögur börn voru í bílunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Holtavörðuheiði í gær er alvarlega slasaður og sex aðrir eru minna slasaðir.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra staðfestir við mbl.is að einn sé alvarlega slasaður eftir tveggja bíla árekstur á Holtavörðuheiði í gær en í bílunum tveimur voru fjögur börn. Sex aðrir slösuðust minna.

Slysið varð upp úr klukkan 16:00 í gær er tveir bílar sem komu úr gangstæðri átt skullu saman en alls voru sjö manns í bílunum. Í öðrum bílnum var fimm manna fjölskylda, þar af þrjú börn en í hinum bílnum voru tveir, þar af eitt barn. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar og varð annar þeirra fyrir töluverðu tjóni. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flutti sex á sjúkrahús en einn var fluttur með öðrum leiðum af vettvangi. Sá sem er alvarlega slasaður var ökumaður annars bílsins.

Í samtali við Vísi sagði Birgir að mikil umferð hafi verið á veginum þegar slysið varð.

„Þetta eru tiltölulega þröngir vegir og mikið um stóra bíla með eftirvagna. Það er ansi þétt umferð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -