Nokkuð óvenjulegt mál kom upp í Laugardalnum en sagt er frá því dagbók lögreglu frá því í dag.
Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi 104, þar hafði bifreið verið ekið út af veginum og endað í veituskurði, engin meiðsli á fólki, afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 101, minni háttar meiðsli, ein handtekin og vistuð í fangageymslu.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 105 og ökumaður reyndist réttindalaus.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 105 fyrir að aka yfir á rauðu umferðarljósi, svo kom í ljós að ökumaðurinn reyndist réttindalaus.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 220 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 200, minni háttar meiðsli, afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt var um húsbrot og eignarspjöll, einn maður í annarlegu ástandi handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Ökumaður var stöðvaður í hverfi 112 fyrir of hraðan akstur 107/80, afgreitt með sekt.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 110 ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum.