Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Ökumaðurinn bílsins sem hinn látni var í: „Ég hef annað að gera en að standa í svona fávitahætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður leigubifreiðar sem fór út af Óshlíðarvegi fyrir 49 árum síðan, með þeim afleiðingum að ungur maður lét lífið, segir það fráleitt að skoða eigi málið að nýju, í samtali við Mannlíf í morgun. Maðurinn er á níræðisaldri og búsettur á Ísafirði.

Fyrir helgi gróf lögreglan á Vestfjörðum upp líkamsleifar ungs manns sem lést í umferðarslysinu við Óshlíðarveg á Bolungarvík árið 1973. Rannsaka á hvort andlátið hafi borið að með öðrum hætti en áður var talið. Fjölskylda mannsins er sögð aldrei hafa fyllilega sætt sig við skýringar á slysinu og andláti mannsins, sem hét Kristinn Haukur Jóhannesson.

Kristinn Haukur Jóhannesson

Segir ýjað að morði

Aðspurður hvað honum finnist um að verið sé að skoða málið að nýju segir maðurinn sem ók bílnum þegar slysið varð að sér þyki það furðulegt. „Svona mál hljóta að vera glæpamál. Þetta er einsdæmi í sögunni og aðeins gert í glæpamálum. Þá er semsagt verið að ýja að því að þetta hafi verið morð,“ segir hann í samtali við blaðamann Mannlífs. „Þetta er furðulegt fyrirbæri.“

Maðurinn segir að sér þyki það „fyrir neðan allar hellur“ að málið sé nú skoðað á nýjan leik, með því að grafa upp manninn sem lést fyrir 49 árum síðan.

„Þetta er eitthvað einkamál lögreglustjóra hér,“ segir hann. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Hver heimilaði þetta?“

Hann segir fleiri hafa komið að málinu en að ekki hafi verið haft samband við nokkurn mann vegna þess.

- Auglýsing -

 

„Verið að búa til glæpamál“

Þegar blaðamaður spyr manninn hvort hann geti sagt frá því hvernig slysið átti sér stað vísar hann í skýrslur um málið. „Ég hef annað að gera en að standa í svona vitleysu.“

Hann segir enga kosti fólgna í því að skoða málið að nýju. „Þetta er bara bull. Það er verið að búa til eftir 50 ár glæpamál úr því sem er löngu búið að fara í gegnum. Þetta er furðulegt.“

- Auglýsing -

Aðspurður hvort hann vilji ekkert segja nánar frá atburðinum og tildrögum slyssins þvertekur maðurinn fyrir það. „Nei, ég hef annað að gera en að standa í svona fávitahætti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -