- Auglýsing -
Maðurinn sem ók bifreið í sjóinn við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.
Mbl.is ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri deild lögreglunnar en hann segir að rannsókn á því hvað hafi gerst standi yfir en það voru kafarar frá slökkviliðinu sem fundu manninn og komu honum aftur upp úr sjónum.
Ökumaðurinn var meðvitundalaus þegar hann kom á land en þá þegar voru gerðar endurlífgunartilraunir og í framhaldinu var hann fluttur á gjörgæslu Landspítalans.