Maðurinn sem handtekinn var í Japan fyrir líkamsárás heitir Ólafur Ásdísarson.
Ólafur Ásdísarson, 24 ára, var handtekinn í borginni Osaka í Japan á dögunum, eftir að hann réðst á leigubílsstjóra sem hafði keyrt honum stuttu áður. Myndband náðist af árásinni en japanskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið og birtu myndbandið.
Mannlíf talaði við Ásdísi, móður Ólafs sem staðfesti þetta. „Ég get svo sem staðfest þetta, það er auðvelt að sanna þetta.“ Aðspurð um líðan Ólafs og stöðu, sagði hún: „Ég hef í raun ósköp takmarkaðar upplýsingar, þannig að ég get ekki svarað einum né neinum slíkum spurningum.“. Sagði Ásdís að utanríkisráðuneytið væri að aðstoða Ólaf í málinu.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er Ólafur búsettur í Reykjavík en samkvæmt Facebook-reikningi hans stundaði hann nám í Tækniskólanum og var á einhverjum tímapunkti meðlimur í bardagaíþróttafélaginu Iceland Combat Arts.