Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ólafur geðlæknir segir reiðina sterka tilfinningu: „Hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjum pistli sínum ræðir Ólafur Þór Ævarsson reiði og gefur góð ráð hvernig er hægt að bæta reiðistjórnun.

„Reiði er sterk mannleg tilfinning sem einkennist af andúð og mótstöðu gegn mótlæti eða rangindum. Reiðin getur verið gagnleg og jafnvel lífsnauðsynleg til þess að tjá tilfinningar og skoðanir eða til mótmæla. Þá beinist hún að einhverjum eða einhverju, er skiljanleg og gefur afl til koma af stað breytingu og finna lausn á vanda. En reiðin er gagnslaus eða neikvæð ef hún fer úr böndum, maður missir stjórn og hún beinist að öllum eða öðrum en eiga það skilið,“ skrifar Ólafur í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

Í honum segir Ólafur líka að rannsóknir sýni að óbeisluð reiði hafi ekki aðeins neikvæð áhrif á samskipti heldur einnig á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og að óbeisluð langvinn reiði vinni gegn lausnamiðun, skynsemi og réttlæti.

Upplifa óréttlæti

„Sakleysislegir atburðir geta triggerað innibyrgða reiði vegna löngu liðinna atburða og stundum getur reiðin orðið svo stjórnlaus og sterk að mann langar til að skaða og skemma.

Þegar þeir sem ekki hafa lært að stjórna sterkum tilfinningum upplifa óréttlæti og ósanngjarnt mótlæti sefast þeir ekki og reiðin magnast upp. Þeir snöggreiðast oft eða eru sífellt reiðir og þeir leita til annarra í sömu stöðu og úr verður óskipulögð samstaða um reiði sem oft beinist annað en raunhæft er. Ættingjar verða reiðir lækninum sem ekki gat læknað sjúkdóm barnsins, sem er þó ólæknandi. Þjálfarar eru auðvelt skotmark fyrir reiði ef illa gengu í leiknum. Sá sem eftir situr er reiður hinum látna. Ríkisstjórnin á örugglega ekki skilið alla reiðipistlana sem skrifaðir eru Facebook. Og stundum er maður einfaldlega reiður sjálfum sér. Þannig er reiði hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd, heldur geðlæknirinn áfram.

Þá segir hann að reiði fólks í samfélaginu geti verið smitandi þegar á móti blæs og undirtónn reiði trufli hamingju og ýti undir ofbeldi. Þá tekur hann fram að fíkniefnaneysla hafi neikvæð áhrif á reiðistjórn.

Í lokin gefur hann svo lesendum tíu ráð til að takast á við reiði og er hægt að lesa þau hér fyrir neðan.

1. Hugsaðu áður en þú talar.
2. Þegar þú hefur róað þig, segðu þá skoðun þína.
3. Æfðu þig í reiðistjórn með hreyfingu og slökun eða bæn.
4. Taktu daghvild (e. Timeout)
5. Finndu lausnir í stað þess að gagnrýna allt og alla.
6. Hafðu yfirlýsingar í 1. persónu. Segðu t.d. : Ég verð fyrir vonbrigðum þegar þú setur ekki í uppþvottavélina í stað þess að öskra: Þú gerir aldrei neitt á heimilinu.
7. Fyrirgefning er betri en langrækni.
8. Snúðu þessu upp í grín til að minnka dramað.
9. Æfðu slökun og finndu betri aðferðir til að hvílast og endurnæra þig.
10, Merki um að maður ætti að leita sér aðstoða

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -