Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er nokkuð virkur á samfélagsmiðlinum Twitter og tjáir sig helst um Ísland og Artic Circle en einstaka sinnum á hann það til að tjá sig um aðra hluti. Hann gerði það svo sannarlega í gær þegar hann deildi myndskeiði úr þættinum America’s Got Talent sem hefur verið breytt með hjálp gervigreindar. Myndskeiðið sýnir keppendur breyta sér í ýmiss konar dýr, meðal annars sebrahest og tígrisdýr, og eru dómararnir og áhorfendur steinhissa.
„Einstaka sinnum deili ég einhverju mögnuðu! Njótið!“ skrifar forsetinn fyrrverandi með myndbandinu. Ekki liggur fyrir hvort um kaldhæðni sé að ræða en um greinilega fölsun er að ræða og verður að teljast nokkuð sérstakt að forseti deili slíku á samfélagsmiðlum.
Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan
Occasionally I post something quite extraordinary! Enjoy! https://t.co/fU0fT7ZUcH
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) November 24, 2024