Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ólafur Ragnar um erfiða baráttu: „Móðir mín fór líka í svokallaða höggningu á Akureyri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mörg hundruð börn dóu og sérstaklega ungar konur á milli tvítugs og þrítugs voru stærsti hópurinn sem fékk berklana. Og margir meðal annars móðir mín glímdu við þennan sjúkdóm árum saman og nánast alla sína ævi og læknarnir voru í raun og veru bjargþrota,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson í nýútkomnu helgarblaði Mannlífs. Þar segir hann meðal annars frá nýrri bók sinni, Bréfin hennar mömmu. Lesendur kynnast örlögum ungrar konu, móður Ólafs Ragnars, sem er með berkla og jafnframt fá lesendur að kynnast íslensku þjóðfélagi þess tíma.

„Móðir mín fór líka í svokallaða höggningu á Akureyri sem var örþrifaráð; það var bara einn skurðlæknir á landinu sem treysti sér í þetta því það voru höggvin rif úr sjúklingnum. Níu rif voru tekin úr mömmu. Og fólkið var vakandi í þessari aðgerð. Það sem ég vissi nú ekki fyrr en ég las bréfin sem ég fann og voru skrifuð á Akureyri var að hún hafði farið þrisvar sinnum í aðgerð og var vakandi í öll skiptin. Þrjú rif voru tekin í hvert sinn en ég hélt alltaf að hún hefði farið í eina aðgerð,“ segir hann en viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -