Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ólafur Þ. Harðarson hjólar í Fréttablaðið og Moggann: „Er þetta boðleg fyrirsögn?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnmálaprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson er alls ekki sáttur með fréttaflutning Fréttablaðsins og mbl.is af kaupum ríkisins á Hótel Sögu. Honum finnst framsetning fréttanna óboðleg og spyr Sigmund Erni Rúnarsson ritstjóra hvort svo sé.

Ólafur segir skoðun sína í færslu á Facebook. Það er best að gefa prófessornum orðið og hér kemur færsla hans í heilu lagi:

„Í fréttinni kemur fram að fyrir hlut HÍ í Sögu (12.000 fermetra) lætur skólinn núverandi húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, Skipholt og Neshaga (14.800 fermetra) ganga upp í kaupin!

Rektor segir í fréttinni: „Gert er ráð fyrir að þegar upp er staðið sé verðmæti þessara fasteigna svipað og kaupverð á hluta HÍ í Hótel Sögu auk kostnaðar vegna endurbóta/breytinga á húsnæðinu.“

HÍ fær 70% af Hótel Sögu, Félagsstofnun stúdenta 30% (og FS greiðir væntanlega sinn hlut þó það komi ekki fram í fréttinni).

Ég sat á sínum tíma í nefnd sem lagði til að Kennaraháskólinn sameinaðist HÍ. Þar var gert ráð fyrir að Menntavísindasvið flyttist á háskólasvæðið. Það væri hægt vegna þess að húsnæði Kennaraháskólans við Stakkahlíð væri mjög verðmætt.

- Auglýsing -

Reyndar hefur ríkissjóður almennt ekki greitt fyrir húsnæði HÍ. Skólinn hefur byggt fyrir happdrættisfé allt frá fjórða áratug síðustu aldar þegar Aðalbyggingin reis.

Er þetta boðleg fyrirsögn, Sigmundur Ernir Rúnarsson?

Ps. mbl.is étur fyrirsögnina upp í dag – athugasemdalaust.
Pss. Rektor segir líka í fréttinni að yfirtaka HÍ muni ekki krefjast mikilla breytinga á ásýnd Hótels Sögu. „Lögð verður áhersla á að virða skoðun handhafa höfundarréttar hússins og yfirhöfuð taka tillit til sögu þess“. Þetta eru góðar fréttir. Kaup HÍ á Sögu eru líka góðar fréttir. Frétt Fréttablaðsins er greinargóð – en fyrirsögnin virðist bersýnilega röng.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -