Laugardagur 18. janúar, 2025
1.5 C
Reykjavik

Óli er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Þ. Jónsson, eða Óli kommi eins og hann var gjarnan kallaður, lést í gær, 89 ára að aldri.

Ólafuir Þ. Jónsson. Mynd RÚV.

Ólafur fæddist í Reykjavík 14. júní árið 1934. Kom hann víða við á lífsleiðinni en um tíma vann hann sem skipasmiður hjá Skipavík í Stykkishólmi og sem vitavörður í Galtavita, í Svalvogsvita og Hornbjargsvita en hann var síðasti vitavörðurinn í þem vita. Þá bjó hann einnig í Neskaupsstað um 11 ára skeið en þar fékk hann nafnbótina Óli kommi en hann var róttækur vinstrimaður allt sitt líf, tók meðal annars þátt í stofnun Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Einnig rak Óli ásamt eiginkonu sinni, Svandísi Geirsdóttur, gistiheimili á Akureyri.

Þá má til gamans gera að Ólafur sló fyrst í gegn í spurningakeppni í útvarsþætti Sveins Ásgeirssonar á sjötta áratugnum, þá um tvítugt en Ólafur vissi allt um fornsögurnar.

Ólafur var þekktur af vinum sínum og kunningjum fyrir að vera hress og skemmtilegur húmoristi og fyrir að „vera duglegur að láta íhaldið heyra það,“ eins og einn þeirra komst að orði.

Mannlíf sendir fjölskyldum og vinum Ólafs innilega samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -