Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Óli Stef segir sturlað að breyta ekki menntakerfinu: „Kennarar eiga ekki að vera fangelsisstjórar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Stefánsson er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu fara þeir Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars um mikilvægi þess að þora að fara út fyrir boxið. Eins og þekkt er hefur Óli Stef farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir undanfarin ár og hefur bara ýtt á bensíngjöfina í því ef eitthvað er:

,,Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka….þú getur klúðrað öllu á yfirborðinu og fólk spyr: ,,Hvað varð um þennan gaur, hann var einu sinni þetta og hitt“… en ég er alltaf mín þjóðhetja,“ segir Óli í viðtalinu við Sölva

,,Það eru alls konar gildrur á leiðinni…sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki ,,spoiler“ á þetta þá er  endastöðin er alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur…í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli.“

Óli vinnur mikið með börnum og hefur sterka skoðun á menntakerfinu:

,,Hversu sturlað er það að prófa ekki eitthvað allt annað? Mín tillaga er sú að það verði gerð tilraun, þar sem börn fá bara að gera það sem þau vilja. Það er skóli. Að treysta skynjun barnanna og innsæi barnanna og snúa þessu við. Þetta yrði skemmtilegasta jobb í heimi að fá að horfa á barn gera það sem það vil. Kennararnir verða þá loksins þjónar barnanna, en ekki fangelsisstjórar.”

Hann segist ekki vilja hljóma neikvæður, en við séum meira og minna öll undir álögum aðalnámskrár. Það sé komið árið 2020 og tæknin geri okkur kleyft að gera alls kyns breytingar sem muni verða mjög til góðs.

- Auglýsing -

,,Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar ,,Uber” fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska, á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!”

Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt margt fleira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -