Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Olían breytti dúkku í barn: „Ég hafði frá barnæsku heyrt að kannabis kæmi frá djöflinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Dóttir mín var falleg og dásamleg þegar hún fæddist en hún var örlítið öðruvísi en önnur börn. Hún horfði ekki í augu okkar og grét meira en venjulegt þykir. Þegar hún var aðeins fjörutíu daga gömul fékk hún fyrsta flogakastið. Allur líkami hennar hristist og við foreldrarnir urðum dauðskelkuð,“ segir Norberto Fischer í viðtali við Hampkastið, umræðuþátt Hampfélagsins, en hann hélt erindi um dóttur sína Anny á alþjóðlegri ráðstefnu sem félagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum.

Fjölskyldan.
Ljósmynd: Aðsend

Anny var fjögurra ára þegar hún var greind með sjaldgæfan og alvarlegan flogaveikissjúkdóm. Hún lærði að tala og ganga áður en sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. „Flogaköstin urðu verri og hún breyttist hreinlega í dúkku sem ekki gat hreyft sig, talað eða borðað. Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð.“ 

Læknar stóðu ráðalausir andspænis sjúkdómnum og afleiðingum hans þrátt fyrir að reyna öll þau lyf sem í boði voru. Norberto og fjölskylda hans gáfust ekki upp og fengu von þegar þau lásu grein frá Bandaríkjunum og gagnsemi CBD-olíu gegn flogaköstum. Vandamálið var eitt og það var stórt. Norberto er Brasilíumaður og kannabis var með öllu ólöglegt í Brasilíu. „Ég hafði frá barnæsku heyrt að kannabis kæmi frá djöflinum og þarna var maður að segja að CBD gæti bjargað dóttur minni. Hún var að deyja í höndunum á okkur og við ákváðum að flytja inn CBD-olíu. 

Við vissum að það var ólöglegt og að við gætum lent í fangelsi en við ákváðum engu að síður að láta vaða. Og við gáfum henni CBD-olíu, settum hana inn fyrir varir hennar og ég grét á þeirri stundu.“ 

Norberto trúði því vart sjálfur en Anny svaf í gegnum nóttina án þess að fá flogakast. Eftir níu vikur voru flogaköstin alfarið hætt og augljóst að CBD-olían var að virka. Dúkkan varð að barni á nýjan leik. 

Tók þá við baráttan við brasilískt stjórnkerfi til þess að bjarga lífi Anny. Með lækna sér í liði fengu þau leyfi til að flytja inn CBD-olíu fyrir Anny og vakti það gríðarlega athygli í Brasilíu. Í kjölfarið var framleidd heimildarmynd um baráttuna, Illegal, sem finna má á myndbandaveitunni YouTube.. „En okkur þótti ekki rétt að við ein hefðu leyfi til þess að flytja inn CBD. Allir sem þyrftu á þessu að halda ættu að eiga sama rétt og þannig hófst baráttan fyrir því að opna á þann möguleika. Það tók eitt ár og þá var reglum breytt á þá leið að allir sem höfðu uppáskrifað leyfi frá lækni gátu flutt CBD til landsins.“ 

- Auglýsing -

Í dag er CBD selt í verslunum í Brasilíu og þarf ekki lyfseðil til að kaupa slíkar vörur. En barátta Norberto skilaði því einnig að þeir sem þurfa á að halda geta einnig fengið CBD-olíu sem blönduð er með THC, að læknisráði. Tókst Norberto og fjölskyldu hans því að tryggja sjúklingum í Brasilíu, landi sem telur 212 milljónir manna, það úrræði að nota lyfjahamp við sjúkdómum og sjúkdómseinkennum sínum. Þannig breytti hann heilbrigðisþjónustunni í Brasilíu. 

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan https://youtu.be/KQsFFJvc0Js?si=4jEhqJExshZKFXLK en einnig má hlusta á hann á öllum streymisveitumhttps://open.spotify.com/episode/6EWr59OAG9HcIfIEELotaQ?si=ywE-CA0aTHWBU9ZruA8WTQ

Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Norberto, Andri Karel sá um fréttaskrif og Mickael Lakhlifi sá um tæknimál. 

- Auglýsing -

Nánar má lesa um starfsemi Hampfélagsins á heimasíðunni hampfelagid.is.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -