Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Ólína um blóðmerahald: „Það er skömm fyrir okkur Íslendinga að láta þetta viðgangast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þvílíkur hryllingur sem þetta blóðmerahald er. Já ég var að horfa á umfjöllun Kveiks um málið, og þá afhjúpun yfirhylminga og dýraníðs sem þar kom fram. Það er skömm fyrir okkur Íslendinga að láta þetta viðgangast.“ Þannig hefst færsla Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur en hún, líkt og margir landsmenn, horfði á þátt Kveiks á RÚV í gærkvöldi þar sem fjallað var um „blóði drifinn milljónabransa“ blóðmerahalds á Íslandi.

Ólína segir í færslunni að offramleiðsla á hrossum sé stunduð hér á landi og veltir fyrir sér hvort hægt sé að selja hrossin sem reiðhross eða til útflutnings. „Einn bóndinn sagði að hinn kosturinn væri að skjóta 5000 hryssur. Ég fæ þó ekki séð að það sé óhjákvæmilegt. Einhver hluti færi að líkindum í kjötframleiðslu, en drjúgan hluta mætti selja ýmist sem reiðhross eða til útflutnings. Gleymum því ekki að þessar hryssur eru fyljaðar æ ofan í æ til þess að viðhalda hormónamagninu í þeim. Hvað verður um folöldin? Þeim er yfirleitt lógað. Þannig er búin til offramleiðsla hrossa til að standa undir blóðtökutekjunum, og umfram magninu þ.e. folöldunum er lógað.“

Og Ólína vill banna þetta, líkt og svo fjölmargir.

„Lyfið sem búið er til úr blóðinu er svo notað til að auka frjósemi alisvína svo gylturnar eigi helst ekki færri en 14 grísi í hverju goti.
Dýraníð á dýraníð ofan.

Það á að banna þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -