Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Óljóst hvort grindvíski skipverjinn hafi verið í flotgalla: „Við getum ekki tjáð okkur um það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af fiskiskipi í Faxaflóa á laugardaginn, heldur áfram í morgunsárið. Landhelgisgæslan hefur stækkað leitarsvæðið á Faxaflóa umtalsvert.

Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Mannlífs kemur fram að leitin í dag fari fram um 25 sjómílur norðverstur af Garðskaga.

„Leitarsvæðið hefur verið stækkað. Leitin fer fram um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Í gær var leitað á svæði sem var um 10×10 sjómílur en í dag er svæðið 18×18 sjómílur. Varðskipið Þór var á staðnum í nótt og hóf leit í birtingu.“

Þá segir Gæslan að Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verði kölluð út fyrir hádegi til leitar og þá er einnig björgunarskipið Oddur V. Gíslason, frá Landsbjörg við leit.

En var sjómaðurinn í flotgalla er hann féll útbyrðis?

„Við getum ekki tjáð okkur um það,“ svaraði Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Gæslunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -