Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Öllu aflétt á föstudag: „Við hættum ekki að fylgjast með stöðu faraldursins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra óskaði fólki til hamingju með daginn í lok blaðamannafundar sem haldinn var í dag. Tilgangur fundarins var að tilkynna um afléttingar allra samkomutakmarkana næstkomandi föstudag. Fundinum var varpað út á vef RÚV.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að aflétta öllum samkomutakmörkunum í landinu, sem og á landamærunum, aðfaranótt föstudags. Einangrun smitaðra verður einnig afnumin. Samkvæmt heilbrigðisráðherra var full samstaða um ákvörðunina innan ríkisstjórnarinnar og hún tekin í samráði við sóttvarnalækni.

„Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundinum. Hún sagði Íslendinga vera reynslunni ríkari eftir síðastliðin tvö ár. Hún sagðist trúa því að landsmenn myndu áfram hegða sér skynsamlega; þeir kynnu að umgangast veiruna.

„Ef fólk er veikt, þá á það auðvitað að taka tillit til þess og halda sig heima. Ég held að það sé nú bara eins skýrt og það getur orðið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

Takmarkanir myndu litlu skila

Willum Þór, heilbrigðisráðherra, sagði að á þessum tímapunkti væri útbreiðsla veirunnar það mikil í samfélaginu að takmarkanir myndu ekki skila miklu. Hann sagðist þó hafa áhyggjur af Landsspítalanum, enda væri fólk enn að leggjast inn með Covid-19 og margir starfsmenn fjarverandi vegna smita. Það raski starfinu.

„Það ber þó að taka það fram að ef fólk finnur einkenni, að það nýti sér þá hraðgreiningarprófin. Þeir sem hins vegar vilja eða þurfa samkvæmt læknisráði að fá staðfestingu í PCR prófi geta nýtt sér það,“ sagði Willum Þór. Hann sagði að enn væru einhver lönd sem krefðust neikvæðra PCR prófa frá fólki sem ferðaðist til þeirra. Hægt yrði að fara í slík próf eftir sem áður.

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir sagði að stjórnvöld væru alltaf viðbúin því að önnur afbrigði veirunnar gætu skotið upp kollinum. „Þá erum við svo sannarlega með reynsluna til að geta sett á aðgerðir mjög hratt og tekið upp nýtt fyrirkomulag á landamærunum mjög hratt.“

„Við hættum ekki að fylgjast með stöðu faraldursins hér heima og erlendis,“ sagði forsætisráðherra í lok fundarins.

Þau Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir voru sammála um að það væri sannarlega óskandi að blaðamannafundur dagsins yrði sá síðasti í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -