Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Öllum sagt upp í Grunnskóla Grindavíkur: „Þetta er mun erfiðara svona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki verða fleiri börn útskrifuð úr Grunnskóla Grindavíkur á næstunni en öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp.

47 börn útskrifuðust frá skólanum fyrir helgi en alls stóð til 62 börn myndu útskrifast en 15 börn skiptu um skóla eftir allar þær hamfarir sem hafa dunið yfir í Grindavík og núna búa þau börn um land allt. Eysteinn Kristinsson, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, segir tilfinninguna vera blendna en honum finnst starfsfólkið hafa sýnt mikla samstöðu og styrk að láta hlutina ganga upp þetta skólaár. Hann telur að starfsfólkið verði fljótt að finna aðra vinnu vegna þess að sé það frábært starfsfólk enda hafi áskoranirnar verið margar undanfarið.

Krefjandi aðstæður

Eysteinn telur að þetta hafi tekið mikið á börnin í Grindavík, sem og kennara sem kenndu við skólann en ekki sé algengt að fólk þurfi að flytja vegna náttúruhamfara.

„Oft­ast flyt­ur fólk af fús­um og frjáls­um vilja, það er ekki nauðbeygt til þess. Þetta er mun erfiðara svona. Í Grinda­vík er mikið íþrótta­sam­fé­lag og sam­heldið sam­fé­lag í heild. Það eru mikl­ar áskor­an­ir við að halda ein­hvern veg­inn utan um þessa tæp­lega 4.000 ein­stak­linga sem dreifast vítt og breitt um landið, þó flest­ir séu á suðvest­ur­horn­inu,“ sagði við mbl.is um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -