Lögreglan þurfti að loka veitingastað í miðborginni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld þar sem staðurinn var ekki starfræktur með rekstrarleyfi.
Rétt fyrir klukkan eitt í nótt fór lögreglan á skemmistað í miðbænum. Við hefðbundið eftirlit kom í ljós að einungis einn dyravörður við störf með útrunnin réttindi. Varð lögregla vör við tvö ungmenni sem höfðu framvísað fölsum skilríkjum.
Óskað eftir aðstoð laust fyrir klukkan þrjú í nótt þegar ofurölvaður karlmaður var með vandræðagang og at við aðra kráargesti í Grafarvogi. Snaraði lögreglan sér á staðinn og aðstoðaði ólátabelginn við að fara til síns heima.
Þá var karlmaður til vandræða í miðbæ Reykjavíkur. Sá gat ekki valdið sér sökum ölvunar. Hann fékk inn hjá lögreglunni og gistir fangageymslu.
Töluvert var um að lögreglan stöðvaði ökumenn grunaða um að keyra undir áhrifum áfengis eða ávanabindandi efna.