Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Hún þurfti meðal annars að sinna útkalli vegna manns sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 en vegna ölvunnar átti hann í erfiðleikum með að virða mörk einungrunarinnar. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í nótt.
Þá var lögregla kölluð út vegna manns vopnuðum hnífum á heimili sínu en samkvæmt dagbók lögreglunnar á maðurinn við andleg vandamál að stríða og honum veitt viðeigandi aðstoð. Tvö húsbrot voru framin í borginni í nótt, annað þeirra í heimahús í miðborginni og hitt í bát í Reykjavíkurhöfn.
Lögreglunni bárust margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum, þar á meðal nokkrar vegna flugeldasprenginga.