Ómar Pétursson starfar meðal annars sem heilari. Segist vera í sambandi við leiðbeinendur að handan og hjálpar fólki til að líða betur og aðstoðar fólk sem heyrir, sér eða skynjar eitthvað óeðlilegt á heimilum sínum. Ómar segir frá þessu og mörgu öðru í helgarviðtali Mannlífs.
Ómar segist bjóða upp á þjónustu sem felist í að aðstoða framliðna sem trufla fólk í híbýlum þess. Hann segir að sumir heyri hljóð; heyri til dæmis dyrum lokað eða umgang. Aðrir sjá eitthvað og skynja. „Stundum talar fólk um gamlan mann sem er að trufla en þá getur það verið einhver sem byggði húsið eða er afi eða langafi viðkomandi sem ætlar bara að líta eftir. Þegar ættingjar okkar falla frá eru þeir oft einhvers staðar nálægt og vilja halda áfram að passa upp á okkur.“
Ómar segist hafa um 30 framliðna sér til aðstoðar við svona verkefni.
„Fólk spyr hvort ég vilji hjálpa því að „hreinsa“ en þetta snýst ekki um að hreinsa. Ég skal segja þér sögu sem hjálpaði mér til þess að skilja af hverju ég vil ekki kalla þetta því nafni.
Ég var á sínum tíma fenginn til að aðstoða fólk í húsi sem bjó í Reykjavík og var ég búinn að mæla mér mót klukkan fimm. Ég var bara að rölta í bænum og var mættur um 20 mínútum fyrir fimm. Ég settist á stein úti í garði og horfði í kringum mig; þarna er mikið af gömlum húsum og eitthvað um hús sem höfðu verið færð þangað en höfðu staðið áður annars staðar í borginni. Ég var kominn í gírinn af því að ég ætlaði að skoða umhverfið í kringum húsið og fór að vinna. Þá sá ég fjölda framliðinna í hinum húsunum sem voru að fylgjast með mér.“
yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það þeir sem eru nýfluttir í hús svo sem börn varir við einhverja en þá eru það kannski þeir sem eru að passa upp á húsin.
Þögn.
„Ég fór að velta því fyrir mér af hverju þeir væru að fylgjast með mér og þá sagði einn þeirra að hann kynni ekki við okkur sem værum að reka þá á milli húsa. Ég spurði hvað hann ætti við. Hann spurði hvort ég hafi ekki heyrt talað um góðan anda í húsum og að fólki fyndist vera misgott að koma í hús. Og það er akkúrat það sem þetta er: Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það þeir sem eru nýfluttir í hús svo sem börn varir við einhverja en þá eru það kannski þeir sem eru að passa upp á húsin.
Þeir hafa kannski fengið það hlutverk hinum megin eða þá að þeir byggðu húsið á sínum tíma og tengjast því þannig. Oftar en ekki snýst þetta um að semja við viðkomandi, sérstaklega ef ung börn eiga í hlut sem eru nýflutt í húsið af því að sum börn eru næm. Þeir átta sig ekki endilega á því að börn eru næmari og skynja þá. Oft snýst þetta um að ræða við þá látnu og segja þeim að passa sig á að börnin verði ekki vör við þá. Þetta snýst ekki um að reka drauga út úr húsum.
Viðtalið við Ómar má í heild sinni lesa hér.