Ómar Ragnarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og skemmtikraftur skrifaði færslu í gær á bloggsíðu sína þar sem hann talar um vofur fortíðar.
Færsluna kallar Ómar „Hrægammar“ og „spákaupmenn“ birtast á ný en færsluna skrifaði hann við frétt Mbl.is um kaupendur Íslandsbanka. Hér er færslan í heild sinni:
„Hrunið 2008 innleiddi nokkur óalgeng orð, sem komust á allra varir. Dæmi um þau voru „hrægammar“ „vogunarsjóðir“ og „spákaupmenn“ og „Hrunverjar.“
Fyrsti „hrægammurinn“ sem hagnaðist á gjaldþrotum var kominn til Íslands strax á fyrstu Hrundögnum til þess að láta til sín taka á „brunaútsölum.“
Þessir fylgifiskar Hrunsins voru fyrirferðarmiklir í nokkur ár eftir Hrunið meðan verið var að gera öll ósköpin upp en hurfu síðan úr umræðunni.
Þegar svo var komið, er það athyglisvert að þessar vofur fortíðarinnar reynast sprelllifandi að því er virðist og gamalkunnur hrollur fer um marga.“