Lögreglu barst tilkynning um ruslatunnu sem stóð í ljósum logum á biðstöð strætó í hverfi 108 í gærkvöldi. Slökkviliðið var kallað út til þess að slökkva eldinn og gengu aðgerðir vel. Skömmu síðar hafði lögregla afskipti af manni í sama hverfi sem grunaður er um sölu fíkniefna. Um sviptað leyti lá leið lögreglu í Kringluna þar sem tilkynnt hafði verið um þjófnað. Þegar betur var að gáð reyndist sá grunaði vera á barnsaldri, yngri en 18 ára. Málið var því unnið með foreldrum og barnaverndaryfirvöldum.
Í Kópavogi handtók lögregla tvo menn sem grunaðir eru um líkamsárás. Báðir voru látnir gista í fangaklefa en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sinnti lögregla einnig reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.