Önnur vara frá Til hamingju hefur verið innkölluð en í þetta sinn er um að ræða Chili jarðhnetur.
Mannlíf sagði frá því á dögunum að saxaðar döðlur frá Til hamingju hafi verið innkallaðar þar sem þær voru taldar óhæfar til neyslu. Nú hefur Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, nú stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Chili jarðhnetur frá Til hamingju. Ástæðan innköllunarinnar er sú að varan inniheldur soja, sem er ofnæmis- eða óþolsvaldur sem ekki er tilgreindur á umbúðum.
Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að varan geti verið varasöm fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja og afurðum úr því.
Eins og áður segir er um að ræða Chili jarðhnetur frá Til hamingju, sem framleitt er af Nathan & Olsen, en geymsluþol vörunnar eru eftirfarandi: Best fyrir: 28.02.25, 22.07.25 og 25.09.25 og strikamerkið er: 569059092495
Varan er seld í eftirfarandi verslunum:
Hagkaup, Verslunin Blómsturvellir, Verslunin Einar Ólafsson, Pétursbúð, Fjarðarbúðin, Fjarðarkaup, Fríhöfnin, Heimkaup, Hjá Jóhönnu, Hlíðarkaup, Jónsabúð, K.f. V-Húnvetninga, Lyfjabúrið, Melabúðin, Skerjakolla, Skálinn Þorlákshöfn, Smáalind, Verslunin Álfheimar, Verslunin Árborg, Verslunin Ásbyrgi og Verslunin Kassinn.
Eru neytendur sem keypt hafa umrædda vöru og eru með óþol eða ofnæmi fyrir soja og afurðum því tengdu, eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Nathan & Olsen í Klettagörðum 19, Reykjavík.