Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Opið bréf íslenskra lækna til stjórnvalda: „Ljóst að alvarleg krísa er í gangi vegna árása Ísraels“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfir 400 íslenskir læknar hafa skrifað undir opinbert bréf til stjórnvalda, vegna þeirrar mannúðarkrísu sem ríkir á hernumdu svæðum Palestínu.

Með bréfinu vilja íslenskir læknar hvetja stjórnvöld til að setja allan þann þrýsting á ísraelska ríkið sem mögulegt er til að stöðva áframhaldandi árásir á saklausa íbúa Gaza og á heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Jafnframt kalla þeir læknar sem skrifað hafa undir eftir fordæmingu íslenskra stjórnvalda á aðgerðum ísraelska hersins meðal annars vegna árása á innviði heilbrigðiskerfisins á Gaza. Læknarnir fara jafnframt fram á tafarlaust og varanlegt vopnahlé.

Hér má lesa bréfið í heild sinni:

Opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda 

Undanfarnar vikur hefur Ísrael haldið úti umfangsmiklum árásum á Gaza í hefnd fyrir  hryðjuverkaárás sem framin var í Ísrael. Árásir Ísraels hafa drepið að minnsta kosti 10.569  Palestínumenn, þar af a.m.k. 4.324 börn. Árásirnar hafa einnig valdið gríðarlegri  eyðileggingu á innviðum Palestínu, sem nú eru algjörlega að hruni komnir. Ísrael hefur  skrúfað fyrir allt flæði vatns, rafmagns og matvæla til íbúa á Gaza og heftir verulega flæði  hjálpargagna frá Egyptalandi. Alvarleg mannúðarkrísa á sér stað sem verður að bregðast við  eins hratt og mögulegt er. 

Árásirnar undanfarna 32 daga hafa haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir, 18 sjúkrahús af 35 eru  óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Al-Dura-barnaspítalinn þurfti að rýma vegna notkunar  Ísraelshers á hvítum fosfórsprengjum og Ahli Arab-spítalinn varð fyrir sprengju ísraelska  hersins sem olli umtalsverðum skemmdum á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skráð 82 árásir á heilbrigðisinnviði og hafa 57 sjúkrabílar skemmst eða eyðilagst. Palestínski  rauði hálfmáninn hefur bent á að vísbendingar eru um að vísviljandi hafi verið ráðist á heilbrigðisstofnanir og sjúkrabíla. 

- Auglýsing -

Skurðlæknirinn Ghassan Abu Sitta hefur lýst þeim aðstæðum sem að læknar og  hjúkrunarfræðingar starfa við á Gazasvæðinu. Á Shifa-sjúkrahúsinu, þar sem hann starfar,  eru aðstæður sérstaklega skelfilegar og vara læknar við yfirvofandi smitsjúkdómafaraldri.  Læknar á Shifa geta ekki lengur sinnt starfi sínu og eru nauðsynleg lyf og búnaður að þrotum komin. Ekki einungis eru birgðir á þrotum heldur hefur starfsfólkið keyrt sig að þolmörkum. Mörg hafa verið drepin, þurft að sinna alvarlega slösuðum fjölskyldumeðlimum eða bera  kennsl á látna ástvini. Á sjúkrahúsinu fær fólk með sár, bruna og áverka ekki verkjalyf til að lina þjáningar sínar. Talsmaður WHO, Margaret Harris, bætir svo við: „Sjúkrahús eru yfirfull, fólk getur ekki fengið meðferð, börn með brunasár hafa enga verkjastillingu”. 

Læknar án landamæra (MSF) hafa gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gaza og til að hleypa mánnúðargögnum inn á svæðið. Samtökin telja  aðgerðir leiðtoga heimsins of veikar og svifaseinar til að hafa áhrif á það ofbeldi sem nú geisar gagnvart saklausu fólki. Samtökin benda á að frá 27. október hafi sprengjuárásir  Ísraelshers náð áður óséðum hæðum: að verið sé að jafna norður Gaza við jörðu á meðan  allt Gaza svæðið liggur undir árásum og óbreyttir borgarar hafa í engin hús að vernda. 

Sérstakur skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna, Francesca Albanese, hefur einnig bent á  að aðgerðir Ísraela ganga langt út fyrir þá alþjóðlegu lagaramma sem til staðar eru og að  alþjóðasamfélagið verði að stöðva þessi grófu brot á alþjóðalögum áður en  þjóðernishreinsanir verða að veruleika. 

- Auglýsing -

Það er ljóst að alvarleg krísa er í gangi vegna þeirra árása sem Ísrael fremur gagnvart  Palestínu. Vatn og matur eru á þrotum sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza svæðisins. Heilbrigðiskerfið á Gaza er fyrir löngu hrunið. Sjúkrahúsin á Gaza geta ekki sinnt sínu hlutverki. Þau skortir nauðsynleg heilbrigðisgögn, skortir eldsneyti fyrir rafmagni og  ítrekað hefur verið ráðist á heilbrigðisstarfsfólk og það myrt. Nýjasta útspil Ísraels er að  sprengja sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að tryggja endanlegt fall heilbrigðiskerfisins. 

Við undirrituð sendum þetta bréf með einlæga ósk og kröfu um að íslensk stjórnvöld bregðist við þeim alvarlegu atburðum sem eiga sér stað núna og krefjist vopnahlés (e. ceasefire). Stjórnvöld ættu að setja þrýsting á Ísrael að stöðva áframhaldandi árásir á saklausa íbúa Gaza og á heilbrigðisþjónustu á svæðinu og fordæma aðgerðir þeirra.

Í fjórða Genfarsáttmálanum stendur: 

 „Læknar og hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem hjálpa fórnarlömbum stríðsins verða að geta unnið starf sitt. Ekki má ráðast á sjúkrabíla eða sjúkrahús eða annað húsnæði þar sem særðum er hjúkrað. Rauður kross eða rauður hálfmáni á hvítum grunni  eru tákn fyrir þá vernd sem fólk, tæki og byggingar njóta sem eru til hjálpar fórnarlömbunum.“ 

Auk þessa má ekki gleyma Hippokratesareiðnum sem krefur okkur um að sinna  skjólstæðingum okkar af alúð en einnig hefst læknaeiður Genfaryfirlýsingarinnar á  eftirfarandi hátt: 

„Sem læknir heiti ég því að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar“. 

Linda Ósk Árnadóttir 

Ragna Sigurðardóttir 

Sólveig Bjarnadóttir 

Ólafur Heiðar Ólafsson 

Edda Rún Gunnarsdóttir 

Valdís Björg Hilmarsdóttir 

Rósa Líf Darradóttir 

Jón Magnús Jóhannesson 

Margrét Kristjánsdóttir 

Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir 

Þórunn Jónsdóttir 

Birna Brynjarsdóttir 

Kristín Haraldsdóttir 

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir 

Magnús Ingi Birkisson 

Matthías Örn Halldórsson 

Bryndís Björnsdóttir 

Sunna Lind Pétursdóttir 

Harpa Gunnarsdóttir 

Hugrún Þorbergsdóttir 

Arna Reynisdóttir 

Guðrún Svanlaug Andersen 

Arna Rut Emilsdóttir 

Eir Starradóttir 

Brynja Kristín Einarsdóttir 

Erla Liu Ting Gunnarsdóttir 

Indriði Einar Reynisson 

Íris Þengilsdóttir 

Surya Mjöll Agha Khan 

María Rós Gústavsdóttir 

Sigrún Jónsdóttir 

Linda María Steinþórsdóttir 

Elín Sólborg Eyjólfsdóttir 

Kristín Fjóla Reynisdóttir 

Unnur Mjöll Harðardóttir 

Árni Steinn Steinþórsson 

Kári Sigurðsson 

Elín Birta Pálsdóttir 

Jóhanna Rúnarsdóttir 

Elín Óla Klemenzdóttir

Sylvía Kristín Stefánsdóttir

Jón Halldór Hjartarson 

Gyða Jóhannsdóttir 

Erla Þórisdóttir 

Elín Edda Sigurðardóttir 

Jóhanna Andrésdóttir 

Anna María Sigurðardóttir

Katrín Thoroddsen 

Kristrún Aradóttir 

Katrín Hrefna Demian 

Dagbjört Helgadóttir 

Berglind Björk Skaftadóttir

Marta Ólafsdóttir 

Auður Jóna Einarsdóttir 

Harpa Björnsdóttir 

Telma Huld Ragnarsdóttir

Helga Líf Káradóttir 

Eggert Ólafur Árnason 

Anna Guðrún Einarsdóttir

Jón Gunnar Kristjónsson

Unnur Ósk Stefánsdóttir 

Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir

Lena María Svansdóttir 

Ásta Guðrún Sighvatsdóttir

Sunna Rún Heiðarsdóttir

Edda Lárusdóttir 

Margrét Arna Viktorsdóttir

Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen

Valdimar Bersi Kristjánsson

Anna Lilja Ægisdóttir 

Birta Bæringsdóttir 

Jóhannes Davíð Purkhús

Jónas Bjartur Kjartansson

Hekla Sigurðardóttir 

Ingibjörg Heiðdal 

Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir

Oddný Rún Karlsdóttir 

Salvör Rafnsdóttir 

Teitur Ari Theodórsson 

Þórður Gunnar Þorvaldsson

Þórhalla Mjöll Magnúsdóttir

Elísa Rut Gunnlaugsdóttir

Arna Ýr Karelsdóttir 

Ásdís Braga Guðjónsdóttir

Signý Malín Pálsdóttir 

Hjördís Ýr Bogadóttir 

Arna Kristín Andrésdóttir

Sigríður Óladóttir 

Blædís Kara Baldursdóttir

Guðrún Katrín Oddsdóttir

Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson

Aaron Palomares 

Ásdís Kristjánsdóttir 

Marína Rós Levy 

Bjarndís Sjöfn Blandon

Sigrún Harpa Stefánsdóttir

Anna María Birgisdóttir 

Anna Rún Arnfríðardóttir

Hilmir Gestsson 

Eva Agnarsdóttir 

Auður Gunnarsdóttir 

Tanja Elín Sigurgrímsdóttir

Hlíf Samúelsdóttir 

Oddur Máni Malmberg 

Eir Andradóttir 

Kristín Birna Grétarsdóttir

Þórey Bergsdóttir 

Emilía Þorsteinsdóttir 

Marta Sigrún Jóhannsdóttir

Elva Kristín Valdimarsdóttir

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir

Guðrún Margrét Viðarsdóttir

Freyja Sif Þórsdóttir 

Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir

Sæmundur Rögnvaldsson

Andrea Björg Jónsdóttir

Rebekka Rós Tryggvadóttir

Helga Þórarinsdóttir 

Sigmar Atli Guðmundsson

Selma Dögg Kristjánsdóttir

Karen Ósk Óskarsdóttir 

Sóley Isabelle Heenen 

Stefanía Katrín J. Finnsdóttir

Helga Katrín Jónsdóttir 

Margrét Hlín Snorradóttir

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir

Rósa Harðardóttir 

Arna Björt Bragadóttir 

Álfhildur Ösp Reynisdóttir

Helena Xiang Jóhannsdóttir

Krister Blær Jónsson 

Hilda Hrönn Guðmundsdóttir

Hildur Arnardóttir 

Dagbjört G Guðbrandsdóttir

Halla Björnsdóttir 

Elín Björnsdóttir 

Hilmar Þór Dagsson 

Snædís Inga Rúnarsdóttir

María Kjartansdóttir 

Finnur Sveinsson 

Linda María Karlsdóttir 

Stella Rún Guðmundsdóttir

Ása Sigurðardóttir Jensen

Jón Tómas Jónsson 

Helga Þórisdóttir 

Halla Kristjánsdóttir 

Steinn Thoroddsen Halldórsson

Birgitta Ólafsdóttir 

Helga Björk Brynjarsdóttir

Þorsteinn Markússon

Kristín Pétursdóttir 

Hafþór Ingi Ragnarsson 

Hannes Halldórsson 

Silja Ægisdóttir 

Hrafnhildur Hallgrímsdóttir 

Árni Johnsen 

Mads Aanesen 

Dagmar Ýr Arnardóttir 

Sigríður Þóra Birgisdóttir

Andrea Jóna Eggertsdóttir

Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir 

Gísli Þór Axelsson 

Jóhannes Gauti Óttarsson 

Sif Snorradóttir 

Katrín Júníana Lárusdóttir 

Þorgeir Orri Harðarson 

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir 

Sóllilja Guðmundsdóttir Aspelund 

Hlín Þórhallsdóttir 

Áslaug Dís Bergsdóttir 

Harpa Rún Ingólfsdóttir 

Viktoría Hróbjartsdóttir 

Erla Sigríður Sigurðardóttir 

Gyða Katrín Guðnadóttir 

Andrea Guðmundsdóttir 

Gunnar Þór Dagsson 

Ellen María Gunnarsdóttir 

Kristján Smári Guðjónsson 

Hákon Örn Grímsson 

Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir 

Oddný Brattberg Gunnarsdóttir 

Andri Oddur Steinarsson 

Ásdís Sveinsdóttir 

Ragnheiður Erla Magnúsdóttir 

Erla Þórdís Atladóttir 

Alda Kristín Guðbjörnsdóttir 

Ágústa Björg Friðriksdóttir 

Anna Margrét Benediktsdóttir 

Alexandra Ýr Stefánsdóttir 

Júlíus Geir Sveinsson 

Rakel Hekla Sigurðardóttir 

Viðar Róbertsson 

Áslaug Erlendsdóttir 

Jóhann Hauksson 

Arndís Rós Stefánsdóttir 

Hildur Björg Gunnarsdóttir 

Guðný Helga Vídalín Pálsdóttir 

Viktoría Mjöll Snorradóttir 

Kristín Óskarsdóttir 

Helga Björg Heiðarsdóttir 

Jóhann Ragnarsson 

Thelma Kristinsdóttir 

Hulda Hrund Björnsdóttir 

Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir 

Kristján Godsk Rögnvaldsson 

Helga Þórunn Óttarsdóttir

Urður Rún Guðbergsdóttir

Ívar Sævarsson 

Snædís Ólafsdóttir 

Hrafnhildur Bjarnadóttir 

Una Jóhannesdóttir 

Ragna Sif Árnadóttir 

Rakel Pálmarsdóttir 

Arnar Snær Ágústsson 

Hlynur Indriðason 

Ríkey Eggertsdóttir 

Davíð Orri Guðmundsson

Ragnheiður Anna Þórisdóttir

Sandra Ýr Vilbergsdóttir

Sandra Árnadóttir 

Sunna Kristín Hannesdóttir

Sigurður Ingi Magnússon

Borgný Skúladóttir 

Oddný Ómarsdóttir 

Nadía Lind Atladóttir 

Eva Katrín Sigurðardóttir

Signý Lea Gunnlaugsdóttir

Sveinbjörn Hávarsson 

Henrik Geir Garcia 

María Guðlaug Guðmundsdóttir

Erla Rut Rögnvaldsdóttir

Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir

Arnar Einarsson 

Daníel Arnar Þorsteinsson

Sigrún Lilja Pétursdóttir 

Sjöfn Ragnarsdóttir 

Sara Jane Winrow 

Stefanía Hanna Pálsdóttir

Eydís Ósk Jónasdóttir 

Sara Margrét Guðnýjardóttir

Helga Hansdóttir 

Alexandra P. Barkardóttir

Gústav Arnar Davíðsson

Einar Logi Snorrason 

Bodi Bold 

Eva Hrund Hlynsdóttir 

Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir

Stefanía Thorarensen 

Tinna Hallgrímsdóttir 

Steinar Orri Hafþórsson 

Ásrún Björk Hauksdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir 

Þorvaldur Bollason 

Herdís Hergeirsdóttir 

Kristján Orri Víðisson 

Helga Magnúsdóttir 

Reynir Arngrímsson 

Þórir Einarsson Long 

Anna Kristín Höskuldsdóttir

Eva Björk Úlfarsdóttir 

Eyjólfur Þorkelsson

Kristján Dereksson 

Ástríður Pétursdóttir 

Edda Pálsdóttir 

Guðrún Karlsdóttir 

Signý Ásta Guðmundsdóttir

Rakel Nathalie Kristinsdóttir

Tómas Viðar Sverrisson 

Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Pétur Sólmar Guðjónsson

Sonja Kristín Kjartansdóttir

Rólant Dahl Christiansen

Arnar Þór Tulinius 

Kolfinna Snæbjarnardóttir

Guðrún María Jónsdóttir 

Harpa Snædal 

Þorgerður Sigurðardóttir 

Hulda Tómadóttir 

Ágústa Andrésdóttir 

Hildur Margrét Ægisdóttir

Sigurjón Birgisson 

Helgi Kristinn Björnsson 

Anna Stefánsdóttir 

Sigrún Ásgeirsdóttir 

María Hrund Stefánsdóttir

Sara Magnea Arnarsdóttir

Már Egilsson 

Sunna Björk Björnsdóttir 

Jóhann Bergsveinsson 

Sólveig Helgadóttir 

María Björg Magnúsdóttir

Kristbjörg Heiður Olsen 

Svanborg Gísladóttir 

Guðrún G Björnsdóttir 

Snjólaug Sveinsdóttir 

Katrín Hjaltadóttir 

Sigurður Guðmundsson 

Pétur Ingvi Pétursson 

Hilma Hólm 

Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir

Unnur Högnadóttir 

Guðrún María Svavarsdóttir

María Tómasdóttir 

Arndís Auður Sigmarsdóttir

Ólöf Sara Árnadóttir 

Brynja Ragnarsdóttir 

Jónína Einarsdóttir 

Reynir Tómas Geirsson 

Hrund Þórhallsdóttir 

Magnús Konráðsson 

Kristín María Tómasdóttir

Bjartur Sæmundsson 

Birna Eiríksdóttir 

Þórhildur Kristinsdóttir 

Sunna Snædal 

Karl Kristinsson

Helga María Alfreðsdóttir 

Inga Lára Ingvarsdóttir 

Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir

Sigurbjörn Þórsson 

Bergrós Kristín Jóhannesdóttir

Gunnlaugur Sigfússon 

Jórunn Atladóttir 

Nanna S. Kristinsdóttir 

Elva Dögg Brynjarsdóttir 

Sigrún Arnardóttir 

Sigrún Þorsteinsdóttir 

Erna Halldórsdóttir 

Davíð Jónsson 

Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir

Inger Björk Ragnarsdóttir 

Sigríður Óladóttir 

Ágúst Ingi Ágústsson 

Kristrún Stefánsdóttir 

Ari Víðir Axelsson 

Elín Laxdal 

Þóra Elísabet Kristjánsdóttir

Tómas Guðbjartsson 

Lilja Sigrún Jónsdóttir 

Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir

Helga Björk Pálsdóttir 

Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Dóra Erla Þórhallsdóttir 

Sverrir Gauti Ríkarðsson 

Pétur H Hannesson 

Þórdís Anna Oddsdóttir 

Brynjar Viðarsson 

Tryggvi Helgason 

Sigurður Blöndal 

Helgi Kristjánsson 

Ásthildur Erlingsdóttir 

Ylfa Rún Óladóttir 

Fríður Finna Sigurðardóttir

Guðrún Jónsdóttir 

Lóa Guðrún Davíðsdóttir 

Vigdís Magnúsdóttir 

Guðrún Agnarsdóttir 

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir

Kolbrún Pálsdóttir 

Berglind Gunnarsdóttir 

Elfar Úlfarsson 

Sigríður Sigurgísladóttir 

Jóhann Johnsen 

Óli Hilmar Ólason 

Svava Guðmundsdóttir 

Þórunn Helga Felixdóttir 

Páll Óli Ólason 

Sjöfn Ragnarsdóttir 

Hjalti Már Björnsson 

Sigrún Margrét Gústavsdóttir

Margrét Edda Örnólfsdóttir

Jóhanna H Jónsdóttir 

Ragnheiður Friðriksdóttir

Steinunn Arnardóttir 

Anna Þórisdóttir 

Elías Eyþórsson 

Vilhjálmur Steingrímsson

Guðbjörg Erla Guðmundsdóttir

Jóhann Páll Ingimarsson

Katrín Birgisdóttir 

Sandra Dís Kristjánsdóttir

Valeria Cafiso 

Rebekka Rán Magnúsdóttir

Arnar Bragi Ingason 

Andrea Njálsdóttir 

Kamilla Guðnadóttir 

Áróra Eir Pálsdóttir 

Hilmar Pálsson 

Kristrún Guðmundsdóttir

Una Egilsdóttir 

Lovísa Kristín Sigurjónsdóttir

Anna Kristín Gunnarsdóttir

Björk Björnsdóttir 

Laufey Dóra Áskelsdóttir

Katrín Birna Viktorsdóttir

Þorsteinn Viðarsson 

Hallfríður Kristinsdóttir 

Eyrún Anna Stefánsdóttir

Anna María Toma 

Helena Rós Hannesdóttir

Sigrún Edda Þ Reykdal

Hanna Linda Ólafsdóttir

Sandra Gunnarsdóttir 

Ester Viktorsdóttir 

Andreas Bergmann 

Sindri Jarlsson 

Guðrún Eiríksdóttir 

Helga Margrét Helgadóttir

Sveinn Rúnar Hauksson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -