Kvikmyndaleikarinn Orlando Bloom er staddur hér á landi. Hann fór um miðbæ Reykjavíkur í dag í fylgd vina sinna og borðaði meðal annars í hádeginu á veitingastaðnum Reykjavík Meat.
„Já það er staðfest, hann var hjá okkur í dag að borða. Hann var þar með erlendum vinum sínum og fékk sér gott nautakjöt. Hann var alveg dásamlegum viðskiptavinur, mjög gaman af honum og bara virkilega hress,“ segir þjónn á Reykjavík Meat í samtali við Mannlíf.
Það er ánægjulegt að nú þegar landamæri Íslands hafa opnað þá velur fjársterkur kvikmyndaleikarinn að velja Ísland sem áfangastað.
Enski leikarinn fæddist í Canterbury á Englandi árið 1977. Frægastur er hann fyrir hlutverk sín í myndunum The Lord of the Rings og Pirates of the Caribbean.