Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Örnu sagt að taka eigið líf: „Ég reyni að svara hatr­inu með ást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líf Örnu Danks hefur batnað til muna síðan hún ákvað að lifa sem sem hin sanna útgáfa sjálfri sér.

Málefni transfólks hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og verður orðræðan sífellt grimmari. Neikvæðni og jafnvel hatur í garð transfólks virðist vera aukast. Til að mynda voru Samtökin 22 voru stofnuð af hópi samkynhneigðs fólks sem var ósátt við Samtökin 78 og áherslur þeirra samtaka. Meðlimir Samtaka 22 sett sig að einhverju leyti upp á móti transfólki og hafa sumir gengið svo langt að kalla félagið haturssamtök. Sama hvað, þá breytir það ekki tilvist transfólks, hvort hér á landi né erlendis, og rétti þeirra til að lifa lífinu. Arna Danks, transkona, var í viðtali á mbl.is þar sem hún ræddi ýmsa hluti sem hún hefur þurft að ganga í gegnum í lífinu.

„Ég kom út fyrst tæp­lega fjög­urra ára göm­ul þegar ég hljóp til mömmu og sagði: „Mamma, ég er ekki í spegl­in­um“. Þá sá ég mig ekki. Ég hef alla ævi verið að berj­ast við að það fór ekki sam­an, mín sjálfmeðvit­und og það sem ég sá í spegl­in­um og það sem annað fólk sá. Þó allt trans fólk upp­lifi það ekki þannig, þá upp­lifði ég það mjög sterkt að ég væri í röng­um lík­ama. Ég sagði við yngri syst­ur mína að ég væri ekki bróðir henn­ar held­ur geim­vera sem fór í lík­ama bróður henn­ar. Ég var í raun alltaf að reyna að koma út án þess að vita hvað ég var,“ sagði Arna um æsku sína og upplifun hennar á sjálfsmyndinni.  

Arna hugsaði af hverju hún gæti ekki verið „venjuleg manneskja“ og þótti það mikil sorg að reyna lifa eftir eftirvæntingum samfélagsins.

„Ég reyni að mæta þessu með rök­um, skyn­semi, mildi og hlýju. Það eru þó tak­mörk fyr­ir öllu þegar maður fær skila­boð að það ætti að taka börn­in af mér og að ég ætti að drepa mig.Þá er oft erfitt að sýna mildi og hlýju en ég reyni að svara hatr­inu með ást. En það er ekki hægt að fá fólk til að hlusta sem vill ekki hlusta. Þú rök­ræðir ekki við rætið inn­ræti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -