Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigraði fyrr í kvöld Svartfjallaland í Þjóðardeildinni og endaði leikurinn 0-2 en leikurinn fór fram á svo gott sem ónýtum knattspyrnuvelli í Svartfjallalandi. Fyrri hálfleikur var alls ekki skemmtilegur og náði hvorugt lið að sýna sínar bestur hliðar. Ísland fékk eitt alvöru tækifæri í fyrri hálfleik og var þar Orri Steinn á ferðinni en hann náði ekki að nýta færið. Svartfjallaland náði að skora mark í fyrri hálfleik en það var augljós rangstaða og réttilega dæmt af. Stór hluti síðari hálfleik var svipaður og það var í raun ekki fyrr en Ísak Bergmann og Mikael Egill komu inn á fyrir Ísland að leikurinn varð áhorfanlegur.
Mikael Egill skallaði boltann til Orri Steins eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Berg og átti Orri í litlum vandræðum með að klára þetta færi. Ísland var því komið 0-1 yfir á 74 mínútu. Ísak Bergmann bætti svo við öðru marki á 88, mínútu eftir sendingu frá Andra Lucas og endaði leikurinn því 0-2.
Góður sigur fyrir Ísland þrátt fyrir að flestir leikmenn liðsins hafi ekki spilað vel.
Hægt er að sjá einkunnargjöf leikmanna hér fyrir neðan
Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Valgeir Lunddal – 6
Sverrir Ingi Ingason – 6
Aron Einar Gunnarsson (’19)
Logi Tómasson – 6
Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Arnór Ingvi Traustason – 6
Stefán Teitur Þórðarson (’68) – 6
Jón Dagur Þorsteinsson (’68) – 6
Andri Lucas Guðjohnsen – 7
Orri Steinn Óskarsson (’89) – 8 – Maður leiksins
Varamenn:
Guðlaugur Victor Pálsson (’19) – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – (’68) – 7
Mikael Egill Ellertsson (’68) – 7
Willum Þór Willumsson – (’89) – Spilaði ekki nógu lengi