Stefán Pálsson, sem er annálaður friðarsinni en hann er allt í öllu hjá Samtökunum Hernarðarandstæðingar. Skrifaði hann Facebook-færslu um eitthvað sem hann kallaði „Hjartaskerandi atvik dagsins.“ Eiginkona hans, Steinunn Þóra Árnadóttir, er þingkona Vinstri grænna en þau borðuðu saman hádegismat í matsal Alþingis. Þegar hann kom út úr byggingunni vék að sér maður á svipuðu reki og Stefán en maðurinn hélt að Stefán væri í valdastöðu, þar sem hann var að koma úr þinghúsinu. Reyndist þetta vera örvinglaður fjölskyldufaðir frá Palestínu sem hér hefur hlotið alþjóðlega vernd. Fjölskylda hans, eiginkona og börn, eru hins vegar enn á Gaza, sem í augnablikinu er hreint helvíti á jörðu.
Eftir að hafa hlustað á manninn lýsa bjargarleysi sínu og fjölskyldunnar og stanslausum ótta við sprengjur Ísraelsmanna, sagði Stefán í færslunni að ekkert sé hægt annað en að sýna manninum samúð. „Máttleysi manns er algjört í svona samtali, þar sem það eina sem hægt er að gera er að leggja höndina á öxl viðkomandi og lýsa samúð. Djöfull er þetta allt ömurlegt.“
Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:
„Hjartaskerandi atvik dagsins átti sér stað í hádeginu.