Öryggisverðir í verslunarmiðstöð hringdu á lögreglu í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var bæði með læti og leiðindi. Hópurinn hafði neitað að fara en varð hópurinn þó við beiðninni þegar lögregla mætti á svæðið. Lögregla ræddi við unglingana fyrir utan Kringluna en að því loknu héldu þau sína leið.
Í miðbænum var brotist inn í fyrirtæki, lögregla rannsakar málið. Í hverfi 108 var bifreið ekið á vegrið og reyndist ökumaður vera undir áhrifum fíknefna. Í Laugardalnum var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar. Einn aðili var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu alvarleg meiðslin voru. Gerandinn í málinu komst undan og er málið í rannsókn. Þá stöðvaði lögregla ökumann í hverfi 108 sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.