Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sævar segir Strætó okra á öryrkjum: „Maður getur ekki annað en hlegið að þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öryrkjar borga tæplega 67 prósentum meira fyrir bæði kort og staka ferð hjá Strætó eftir að þeir verða 67 ára gamlir.

Þar sem skráning öryrkja hjá Tryggingastofnun ríkisins breytist yfir í eldri borgara þegar þeir verða 67 ára, þýðir það sömuleiðis að þau kjör og afslættir sem þeir aðilar nutu áður í samfélaginu breytast samhliða.

Dæmi um þetta er gjaldskrá Strætó.

Öryrkjar færast þannig yfir í gjaldskrá aldraðra hjá Strætó, um leið og þeir verða 67 ára.

Stakt fargjald er 245 krónur fyrir aldraða, á meðan það er 147 krónur fyrir öryrkja.

Mánaðarkort fyrir aldraða er á 4.000 krónur en öryrkjar borga 2.400 krónur.

- Auglýsing -

Aldraðir borga 40.000 krónur fyrir árskort en öryrkjar 24.000 krónur.

 

Sævar nokkur vekur máls á þessu í Facebook-hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“.

- Auglýsing -

„Öryrkjar sem voru 66 ára í gær en 67 ára í dag þurfa að borga fargjald aldraðra í dag sem er 70% [rétt prósenta er 67, innsk. blm.] hækkun. Sami öryrkinn samt sem áður.

Sama var fyrir síðustu áramót hjá ríkisstjórninni. Öryrkjar fengu 50 þús kr eingreiðslu frá Tryggingastofnun (sem var gott) en aldraðir fengu 0. Semsagt öryrkjar sem voru 66 ára 29. des fengu eingreiðslu 50 þús kr en öryrki sem varð 67 ára 30. des fékk enga eingreiðslu því þá var hann orðinn eldri borgari. Samt sem áður sami öryrki.

Maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Ríkið lítur þannig á að þegar öryrki verður 67 ára að þá verður hann ekki lengur öryrki heldur eldri borgari og bara í fullu fjöri og getur væntanlega hoppað úr til dæmis hjólastól og hlaupið 100 metrana á 10 sekúndum og svo framvegis. Til hamingju með það öryrkjar,“ segir Sævar.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þar sem skráning fólks breytist sjálfkrafa hjá Tryggingastofnun við 67 ára aldur, eigi fólk ekki lengur rétt á kjörum öryrkja hjá Strætó eftir 67 ára afmælið. Þetta er vegna þess að eins og með margar aðrar stofnanir, þurfa öryrkjar að fara í gegnum skráningu sína hjá Tryggingastofnun til að kaupa kort hjá Strætó á afslætti.

„Við skulum taka þetta til frekari skoðunar hjá Strætó,“ bætti Guðmundur við í samtali við blaðamann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -