Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar er ósammála bæjarstjóra.
Boga Adolfsson er ekki alveg á sama máli og Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, um líðan bæjarbúa í samhengi við jarðskjálfta. Fannar vildi meina að fólk væri nokkuð óttaslegið. Sjálfur Bogi segist ekki finna mikinn mun á skjálftum sem mælast 3 eða þeim sem mælast 4.
„Þetta er náttúrulega bara svo nálægt að það víbrar allt.“
En hann er ekki sammála um að fólk sé óttaslegið.
„Það er svona pínu ólga í bænum en annars held ég að almennt séð séu menn bara slakir. Ég held að 90% af bænum sé farinn að líta á þetta sem frítt nudd í rúminu. Það var einn sem sagðist ætla að skila sínu því það væri ekki hægt að slökkva á nuddinu í því,“ sagði Bogi í samtali við mbl.is um málið