Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Ósátt Sólveig Anna segir karla hagnast á uppsögnum kvenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ætla að beita sér til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við uppsögn 33 starfsmanna sem sinna ræstingum og störfum í þvottahúsi. Vísir ræddi við Sólveigu í kjölfar frétta af yfirvofandi uppsagna en hafði Sólveig sent félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst þar sem hún sagði þeim frá uppsögnunum. Starfsmennirnir höfðu ekki verið látnir vita og olli tölvupósturinn því nokkru uppnámi.

„Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hóp­upp­sögn. Hollusta mín er náttúru­lega við fé­lags­fólk Eflingar, þegar ég fæ upp­lýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim á­fram til míns fé­lags­fólks,“ sagði Sól­veig Anna í sam­tali við Vísi. Að sögn Sólveigar eru starfsmennirnir sem um ræðir að meirihluta konur, margar hverjar innflytjendur.

„Þeir ráða þá ræstingar­konur í staðinn af al­mennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrir­tæki hafi þá tæki­færi til þess að græða enn meira,“ sagði Sól­veig Anna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -