Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Ósáttur hælisleitandi hótaði að kveikja í sér við Útlendingastofnun – Lögreglan kölluð til

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Betur fór en á horfðist er lögreglan var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunnar á Dalvegi í Kópavogi í hádeginu, en þar var tilkynnt um mann sem hótaði að bera eld að sjálfum sér.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var viðkomandi rólegur en hafði hellt yfir sig eldfimum vökva og hélt á kveikjara. Ástæðan fyrir hótun mannsins mun vera óánægja hans með afgreiðslu máls, en umsókn hans um alþjóðlega vernd er til meðferðar hjá yfirvöldum. Maðurinn var færður af staðnum og fékk viðeigandi aðstoð.

Lögreglan var með talsverðan viðbúnað vegna málsins og einnig var slökkvilið í viðbragðsstöðu. Tilkynningin um hótunina barst kl. 12.23 og var aðgerðum lokið fyrir klukkan eitt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -