Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Ósáttur Kristján Loftsson ætlar að leita réttar síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Niður­stöðurn­ar eru já­kvæðar og sýna fram á að þróun og fjár­fest­ing okk­ar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eft­ir lok hval­vertíðar 2022 er að skila mark­tæk­um ár­angri. Ég bendi þó á að þess­ar breyt­ing­ar höfðu þegar verið inn­leidd­ar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hval­veiðar,“ er haft eftir Kristjáni Lofts­syni, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf. í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að Hvalur ætli sér að leita réttar síns vegna stórfellds fjárhagslegs tjóns sem stöðvun hvalveiðanna hafði í för með sér. Forsvarsmenn Hvals hafa skilað inn skýrslu til Fiskistofu og Matvælastofnunar vegna málsins.

Þar segir meðal annars að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust en aðeins 59 til 67 prósent árið 2022. Hvalur hf. segir aukna prósentu megi rekja til bæði fjárfestinga í veiðibúnaði og veiðiaðferðum sem búið var að framkvæma áður en hvalveiðarnar áttu að hefjast.

Mikil óánægja var meðal fólks þegar hvalveiðar hófust á ný í sumar og safnaðist saman hópur fólks til þess að  mótmæla veiðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -