Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna háværra kynlífshljóða – Íbúum fjölbýlishúss haldið vakandi í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðalaus íbúi fjölbýlis í vesturhluta borgarinnar mátti leita á náðir lögreglu í nótt. Orsökin var háværar kynlífsstunur og samlífslæti sem bárust frá einni íbúð hússins – svo ekki var svefnfriður í húsinu. Algjörlega ósofinn vegna unaðshljóðanna gat íbúinn loks lagst sæll á koddann eftir að lögreglan mætti á vettvang. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið kannað.

Töluvert annríki var hjá lögreglu í nótt og tilkynningar allmargar. Miðbærinn var venju samkvæmt fullur af fjöri og ölvun. Mátti lögregla þá biðja starfsfólk ótilgreinds skemmtistaðar að lækka í gleðinni – sem það lofaði og gerði.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja líkamsárása, annars vegar í miðbænum og hins vegar í umdæmi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Lögreglan greindi ekki frekar frá atvikunum.

Lögreglan sinnti jafnframt umferðargæslu. Töluvert var um grun aksturs undir áhrifum. Í umdæmi lögreglu Garðabæjar og Hafnarfjarðar var ökumaður stöðvaður og voru þrjú börn í bifreiðinni. Eftir eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að ekkert þeirra var í viðeigandi öryggisbúnaði. Ökumaðurinn fékk tiltal og var sektaður. Lögreglan sendi Barnaverndaryfirvöldum tilkynningu um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -