Óskar Magnússon gat varla beðið eftir að komast aftur heim til Íslands í janúar 1994 en hann hafði þá verið í ferð í Bandaríkjunum.
Þáverandi forstjóri Hagkaups, Óskar Magnússon lýsti raunum sínum í viðtali við DV þann 21. janúar árið 1994. Hafði hann verið í Bandaríkjunum þar sem hann lenti vægast sagt í hrakningum. Þann 17. janúar vaknaði Óskar upp á hóteli sínu í Los Angeles, við ægilegan jarðsjálfta en skjálftinn mikli var 6,7 á Richter og skók Los Angeles um klukkan 04:30. Fímmtíu og sjö létust í skjálfanum og um 9.000 slösuðust. Sem betur fer slapp Óskar vel þó honum hafi verið brugðið. Eftir að Óskar flúði rústir Los Angeles, fór hann til Chicago en þar tók ekki mikið skárra við. Í Chicago var fimbulkuldi, um 20 til 30 gráðu frost en margir urðu úti í kuldanum og sagði Óskar borgina vera hálf lamaða.
Hér fyrir neðan má sjá frétt DV um ólukkans ferð forstjórans.
Óskar Magnússon fór af einu hörmungasvæði á annað í Bandaríkjunum:
Flúði jarðskjálfta og lenti í helkulda
– „vona að ég lendi aldrei aftur í öðru eins,“ segir Óskar 1 samtali við DV
„Ég held að það sé best að koma sér heim með fyrstu ferð,“ sagði Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, í samtali við DV í gærkvöldi. Hann er staddur í Chicago þar sem borgarlífið er nánast lamað vegna helkulda. Til borgarinnar kom Óskar úr rústum Los Angeles eftir skjálftann mikla fyrr í vikunni og hefur því á fáum dögum flúiö afeinu hörmungasvæðinu vestra á annað. „Jarðskjálftinn er einhver versta reynsla sem ég hef orðið fyrir. Ég vaknaði upp við lætin, stökk fram úr rúminu og tók mér stöðu í dyragættinni eins og ráðlagt er. Mér var hins vegar ekki farið að lítast á blikuna þegar skjálftinn virtist aldrei ætla að taka enda. Þá sannfærðist ég um að þetta væri sá stóri. Hótelið sem ég bjó á er úr timbri og skemmdist ekki mikið en allt lauslegt hrundi niður á gólf og allt brotnaði sem brotnað gat. Hinum megin við götuna var steinhús og það fór mjög illa. Ég vona svo sannarlega að ég lendi aldrei í öðru eins. Skjálftakippirnir heima eru bara smátitringur á við þetta.“ Óskar komst frá Los Angeles á tilsettum tíma þrátt fyrir mikla erfiðleika í samgöngum. í Chicago tók ekki betra við því að þar var allt nánast lamað vegna kulda. „Ég tók fyrst eftir því á vellinum í Chicago hvað allt gekk hægt fyrir sig. Töskurnar komu ekki fyrr en seint og um síðir. Skýringin á því var að hlaðmennimir tóku sér frí á fimmtán mínútna fresti til að hlýja sér. Öll afgreiðsla gekk mjög hægt fyrir sig. Hér er allt í hægagangi vegna kulda og þótt nú virðist sem eitthvað sé að hlýna. Varla nema 20 til 30 stiga frost. Fólk hefur orðið úti, vinna liggur niðri og umferðin silast áfram en ég efast nú samt um að Íslendingar létu svona kuldakast koma sér úr jafnvægi,“ sagði Óskar.