Líffræðingurinn orðsnjalli og fyrrverandi ráðherrann Össur Skarphéðinsson hefur látið móðinn mása á Facebook að undanförnu en þar talar hann um menn og málefni en þó aðallega stjórmálin. Í nýjust færslu sinni tekur hann upp hanskann fyrir Kára Stefánsson sem stendur í ritdeilu við Snorra Másson, frambjóðanda Miðflokksins sem svaraði opnu bréfi Kára, þar sem vísindamaðurinn hæðist að Snorra og flokknum hans. Í svari sínu sagði Snorri að Kári hefði hótað sér barsmíðum og nefnir sögu sem Össur minnist á í færslu sinni.
„Fabúla um Miðflokkinn
Í lok færslunnar segir Össur frá þeirri ályktun sem megi draga af sögu Snorra:
„Setji maður samasemmerki á milli Snorra og innvolsins í Miðflokknum má kannski draga eftirfarandi ályktanir af þessari sögu: Miðflokkurinn tekur ekki tillit til annarra, hann er frekur en kjarklítill og flýr af hólmi frekar en standa á sínu. – Þurfum við nokkuð svoleiðis flokk?“