Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Össur og Sighvatur dásömuðu barnaníðing í Morgunblaðinu: „Mér þótti vænt um hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Algjörlega og þetta var fáránlegt. Þegar Gísli var borinn til grafar, ég hef aldrei lesið aðrar eins minningagreinar. Það voru sitjandi Alþingismenn að skrifa minningargreinar í blöðin þar sem maðurinn er dásamaður og honum lyft upp til skýjanna. Þetta er svo öfugsnúið og galið. En það gerist alltaf þegar stemmning nær suðupunkti í einhverja svona eina átt þá tapar fólk sér, allt samhengi glatast og öll örlítil krítík þornar og gufar upp.“

Þessi orð eru höfð eftir Andra Ólafssyni, fyrrverandi blaðamanni, í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag sem unnin var upp úr viðtali við hann í þættinum Eftirmál, sem Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir stýra. Andri er maðurinn sem skrifaði nú fræga frétt í DV um barnaníð kennara á Ísafirði, Gísla Aðalsteins Hjartarssonar. Fyrirsögnin á forsíðu DV er nú löngu orðin fræg: „Einhentur kennari sagður nauðga piltum“.

Gísli svipti sig lífi þegar málið komst upp og vildu margir kenna DV um það. Svo margir raunar að má tala um sefsýki samfélagsins en líkt og Andri bendir á hér fyrir ofan þá var Gísli dásamaður af stjórnmálamönnum í minningargreinum í Morgunblaðinu. Gísli viðurkenndi sök í bréfi sem hann skyldi eftir sig og því óumdeilt að hann var sekur um barnaníð. Ekki er vitað hve marga drengi Gísli misnotaði en þeir voru í það minnsta þrír.

Það voru Össur Skarphéðinsson og Sighvatur Björgvinsson sem ákváðu að stinga niður penna og dásama Gísla í minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Þær eru aðgengilegar í heild sinni á tímarit.is og má sjá þær hér. Báðir voru í Alþýðuflokknum sem síðar varð Samfylkingin.

„Nú er Gísli genginn – fyrr en nokkurn varði. Ævi sérhverrar manneskju hefur sínar björtu hliðar og sínar miður björtu. Enginn er þar undantekning. Þannig er lífið. Minn dómur um Gísla Hjartarson er um þann Gísla, sem ég þekkti og hafði þekkt bæði vel og lengi. Mér þótti vænt um hann. Þannig minnist ég hans. Gísli Hjartarson var vinur minn.“ Svo lýkur Sighvatur nokkuð langri minningargrein sinni og er hann titlaður fyrrverandi þingmaður og formaður Alþýðuflokksins.

Ljóst er að stjórnmál hafa átt sinn þátt í málinu enda segir Sighvatur að Gísli hafi hjálpað mörgum í kosningabaráttu sinni á Vestfjörðum. „Gísli var ekki bara áhugamaður heldur líka ákafamaður í pólitík og þeir sem áttu stuðning hans áttu hann allan og óskiptan. Þá sögu geta fleiri sagt en ég – þar á meðal eru einstaklingar eins og fyrrverandi formaður Samfylkingar, Össur Skarphéðinsson, og forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, en báðir þessir einstaklingar nutu atfylgis Gísla Hjartarssonar í baráttu sinni fyrir þeim framgangi, er þeir fengu.“

- Auglýsing -

Össur segir Gísla hafa verið einn af stofnendum Samfylkingarinnar í sinni minningargrein. „Gísli var frá fyrstu tíð einn af mótorum vinstri manna um alla Vestfirði og víðar. Hann var í forystu róttækrar æsku á Vestfjörðum og lengi formaður Alþýðubandalagsins á Ísafirði. Í átökunum í kringum stofnun Samfylkingarinnar skipti það heldur betur máli þegar róttækur vinstri sinni einsog hann ákvað að ganga til liðs við okkur. Hann var einn af stofnendum flokksins, og meðal þeirra manna sem ég var í stöðugu sambandi við svo að segja í hverri viku. Ég þáði frá honum ráð, lét hann stappa í mig stálinu og stappaði hann á móti, því Gísli var leitandi sál og einsog á prestana sótti stundum á hann efi um að fagnaðarerindið væri nógu tært.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -